Heimsókn á æfingu hjá kvennalandsliðinu

Það voru 70 krakkar sem komu í heimsókn á opna æfingu hjá A – landsliði kvenna í knattspyrnu á Valbjarnarvelli. Eftir æfinguna voru teknar myndir af hópunum með landsliðsstelpunum og skrifaðar  eiginhandaráritanir. Hóparnir sem komu í heimsókn voru Askja frístundaklúbbur, stelpur frá ÍA, FH og Stjörnunni Garðabæ. Þökkum við þeim kærlega fyrir komuna. Myndir frá ólympíudeginum verður að finna hérna hægramegin í valstiku eftir helgina. Hérna er forskot á sæluna með nokkrum skemmtilegum myndum frá heimsókninni á opnu æfinguna á föstudagsmorgun.

By alvar2013

Ólafur Stefánsson hélt erindi

Ólafur Stefánsson

Í tengslum við ólympíudaginn buðu samtök íslenskra ólympíufara uppá erindi með Ólafi Stefánssyni í íþróttamiðstöðinni í Laugardal fimmtudaginn 27. júní. Ólafur fór yfir mörg viðfangsefni, meðal annars; mataræði, hvernig ætti að eiga góð samskipti, ýmsar hugmyndir um þjálfun, orkuflæði líkamans, hugarfar og ýmislegt fleira. Þökkum við samtökunum fyrir að hafa staðið fyrir þessu erindi og einnig færum við Ólafi kærar þakkir fyrir að koma og deila með okkur sínum hugmyndum.

By alvar2013

Kvennalandslið Íslands býður í heimsókn á föstudaginn

 

Hægt verður að fara á æfingu hjá kvennalandsliðinu í knattspyrnu í ólympíuvikunni. Föstudaginn 28. júní munu stelpurnar æfa á Valbjarnarvelli í Laugardal og hefst æfingin kl.10:00 og stendur til 11:30. Eftir æfingu er möguleiki að fá mynd af hópnum með landsliðsstelpunum og/eða eiginhandaráritun. Þeir sem hafa áhuga á að koma með hópa geta haft samband við Dag hjá KSÍ; dagur@ksi.isalltaf i boltanum 1

By alvar2013

Áskorun um að hreyfa sig í tengslum við ólympíudaginn

Alþjóða ólympíunefndin á afmæli á sunnudaginn 23. júní. Í tilefni af því er haldið uppá ólympíudag um allann heim í kringum þá dagsetningu. Íþróttahreyfingin leggur sitt að mörkum og ætla meðal annars nokkur íþróttafélög og frístundaheimili ætla að halda uppá daginn í þeirri viku með íþróttadegi – ólympíudegi. Þeir sem vilja kynna sér það betur geta kíkt á heimasíðu ólympíudagsins

Áskorun alþjóðaólympíunefndarinnar í tengslum við daginn er að allir finni sér hreyfingu við sitt hæfi. Á meðfylgjandi myndbandi gefur Kobe Bryant upp nokkrar leiðir til þess að standa upp og fara að hreyfa sig.

Við viljum einnig hvetja fólk sem finnst gaman að hlaupa að taka þátt í hinu árlega miðnæturhlaupi sem fram fer á mánudaginn 24. júní. Hægt er að nálgast upplýsingar um hlaupið og skráningar á heimasíðu hlaupsins: http://marathon.is/midnaeturhlaup

 

By alvar2013