Ýmsar þrautir og skemmtilegheit

Ýmsar þrautir og skemmtilegheit

Margar hugmyndir eru til um hvernig hægt er að fá krakka og aðra til að hreyfa sig. Hér að neðan eru ýmsar hugmyndir:

Vallarhlaup: Samkvæmt heimildum er vallarhlaup eina keppnisgreinin á fyrstu Ólympíuleikunum, aðrar greinar bættust við síðar. Var þetta hlaup jafn langt og leikvöllurinn eða 192 m (námkvæmlega 192,25 m).  Ein hugmynd er að allir hlaupi þessa vegalengd á tíma, tímarnir síðan lagðir saman og reynt að finna út hvað það er langt innan Íslands í kílómetrum talið.

Ólympíuhringirnir:  Hópurinn myndar hönd í hönd línu. Byrjað á endanum, tímataka hvað þau eru lengi að koma ólympíuhringjunum 5 (skemmtilegast ef þeir eru í réttum litum) á hinn enda línunnar. Verða að haldast í hendur allan tímann.

Skot á körfu:  Tveimur hópum stillt upp í röð við körfur sitt hvoru megin (ATH fjarðlægt frá körfu og hæð körfu m.t.t. aldurs). Annað hvort hægt að hafa tíma eða ákveðin fjölda karfa sem á að skora t.d. það lið sem skorar fyrr 5 körfur vinnur. Röðin verður að ganga rétt fyrir sig, allir verða að taka skot. Til að koma boltanum aftur í umferð eftir skot er hægt að hafa einn ákveðin undir körfunni sem sendir boltann til baka. Eldri krakkar ættu að ráða við að hafa 2 bolta í umferð þ.e. taka skot, ná strax í boltann og senda á þann sem er næstur í röðinni án bolta.

Handbolti með mjúkum bolta:  Nota mjúkan svampbolta. Reglurnar eru þannig að það má ekki taka skref með boltann þannig að allir í liðinu verða að vera virkir að hreyfa sig. Mark er skorað með því að leggja boltann á línuna á milli markstanganna. Það gæti borgað sig að kalla þetta fremur handbolta án skrefa en ruðning þar sem síðara orðið gæti gefið til kynna að mikil átök séu leyfileg.

Kraftaleikir:  Tveir og tveir vinna saman í t.d. 30 sekúndur í senn.  Snúa bak í bak og reyna að ýta aftur á bak yfir ákveðna línu.  Halda um úlnliði og reyna að toga yfir ákveðna línu.  Leggja hendur á herðar félaga og reyna að ýta yfir ákveðna línu.  Hér er hægt t.d. að setja upp fyrirkomulag bændaglímu.  

Pokahlaup (boðhlaup): Furðufata boðhlaup. Hvert lið hefur ákveðið sett af fötum (t.d. buxur, hattur og kjóll) sem sá sem hleypur hverju sinni verður að klæðast. Hægt að bæta við ýmsu þrautum á leiðinni s.s. sprellikarlahoppi, varalita sig eða annað sem er skemmtilega öðruvísi.

Stígvélakast:  Hver kastar lengst.   Fótbolti með risabolta:  Hægt að nota t.d. stóru ,,sjúkraþjálfara boltana”. Ein hugmynd er að láta tvo og tvo í hverju liði haldast í hendur og spila þannig. Annað:  Vippa golfkúlu í regnhlíf (eldri krakkar) og/eða reyna að hitta með hringjum á flöskur (yngri).   Hindrunarbraut á hjólabretti.  Útbúa 2 álíka þrautabrautir. Sniðugt að láta kennara og nemendur keppa.   Hindrunarbraut á hjóli.

Ýmsa leiki er einnig hægt að nálgast á http://www.leikjavefurinn.is/

Ólympíuhlaupið  Ólympíustökkið  Ólympíukastið  Mynda Ólympíuhringina  Búa til ÓLborða

Myndasamkeppni

Skildu eftir svar

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s