Tóm gleði og hamingja í ólympíuviku ÍSÍ 2012

Eva og Hrafnhildur í góðum hóp VíkingaÍ dag héldu ólympíufarar okkar Íslendinga áfram að heimsækja sumarnámskeið, þær Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eva Hannesdóttir heimsóttu Víkinga í morgun. Þar fengu þær ýmsar spurningar eins og hvor þeirra væri betri í sundi , hvort þær væru vinkonur og hvenær þær byrjuðu að synda. Margar aðrar spurningar frá Víkingskrökkunum dundu á þeim sem þær stöllur svöruðu vel og örugglega.

Í dag fóru einnig krakkar úr Frístundaheimilinu Hlíðaskjóli og hittu Rögnu Ingólfsdóttur badmintonkonu í TBR húsinu. Haukakrakkar spiluðu keilu á færanlegum keilubrautum sem hafa slegið í gegn í ólympíuvikunni, fleiri prófuðu að skylmast hjá Skylmingarfélagi Reykjavíkur og búið er að skrá nokkra krakka sem prófðu skylmingar í gær á næsta námskeið.  Mikil gleði og kátína í allan dag.

Á morgun heldur gleðin áfram og þar má helst nefna að Frístundaheimilið Kampur í Reykjavík ætlar að halda litla ólympíuleika á Klampratúni sem og krakkarnir í Gufunesi í Grafarholti.  Afreksfólkið okkar fer í fleiri heimsóknir, Einar Daði tugþrautarkappi kíkir í Grafarvoginn, Ragnheiður Ragnarsdóttir og Jakob Jóhann Sveinsson fara í Garðabæinn og heilsa þar upp á Stjörnukrakkana.  Nóg um að vera á morgun eins og hina dagana í ólympíuvikunni.

Skildu eftir svar

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s