Fróðleikur

ólympísku táknin – útskýringar pdf

Jafnvel þó ætlun Pierre de Coubertin við endurvakningu Ólympíuleikanna í Aþenu (Grikklandi) árið 1896 hafi verið að gera þá að alþjóðlegum viðburði, var það ekki fyrr en á leikunum í Stokkhólmi (Svíþjóð) árið 1912 að keppendur komu í fyrsta skipti frá öllum fimm heimsálfunum. Einu ári síðar, árið 1913 birtust hringirnir fimm í bréfi skrifuðu af Pierre de Coubertin. Hann hafði sjálfur handskrifað og litað hringina.

Saga Ólympíuleikanna
Skráð saga Ólympíuleikannna hefst 776 f.Kr. Voru þeir haldnir fjórða hvert ár í borginni Ólympíu allt til ársins 394 e.Kr. þegar þeir voru bannaðir.   Fyrir um 2500 árum urðu Grikkir brautryðjendur á flestum sviðum menningar-, félags- og stjónmála, trúmála og lista. Þessi saga, sem á sér ekki hliðstæðu í veröldinni, átti sér nokkurn aðdraganda í eldri menningarsamfélögum við Miðjarðarhaf, t.d. hjá Krítverjum, Mýkeníumönnum, Föníkumönnum og ýmsum þjóðum Litlu-Asíu. Grikkir tóku sig til og bjuggu til fyrstu lýðræðissamfélögin, komu með ótal nýjungar í margvíslegum vísindagreinum (t.d. læknisfræði, stærðfræði, og stjörnuspeki), reistu byggingar sem áttu sér ekki hliðstæðu og unnu ódauðleg listaverk í nánast öllum greinum menningar og lista (t.d. höggmyndalist, ljóðlist og leiklist).   Í dag er Grikkland eitt ríki, en skiptist á fornum tíma í hundruð smáríkja þar sem íbúar áttu sér sameiginlegt tungumál og menningu og litu því á sig sem eina þjóð. Síðar dreifðu þeir sér um ríki Miðjarðarhafs, fluttu með sér menningu og listir og höfðu þannig gríðarleg áhrif víða. Sérstaklega skal nefnt að verulegur hluti menningar Rómverja á fornum tíma byggja á þessum gríska grunni.

Ólympíuleikar 
Íbúar hinna mörgu borgríkja tóku að senda fremstu íþróttagarpa sína til borgarinnar Olympíu í Elís-héraði á vestanverðum Pelópsskaga á 7. öld f. Kr. og er talið að hinir fyrstu eiginlegu olympíuleikar hafi verið haldnir þar árið 776 f.Kr. Þessir leikar snérust ekki eingöngu um íþróttakeppnina, þeir voru ekki síður trúarhátíð til heiðurs Seifi, sem var æðsti guðinn í trú Grikkja.   Reyndar voru fleiri leikar í upphafi, svipaðir Ólympíuleikum, og skal þar frægasta nefna leika sem kenndir eru við borgríkið Delfí í Mið-Grikklandi, en þar átti að vera miðja alheimsins. Þar var keppt í ýmsum íþróttagreinum til heiðurs Apolon, sem var guð heilbrigðis, hreysti og líkamsfegurðar.   En aftur til Olympíu, þar sem byggð höfðu verið glæsileg íþróttamannvirki, ásamt hofum og bústöðum umsjónarmanna hvers konar. Í upphafi voru leikarnir einungis héraðsleikar í Elis þar sem eingöngu var keppt í kapphlaupi (192.27 m.) Þá sem síðar voru það einvörðungu frjálsbornir karlmenn sem tóku þátt, en giftum konum var meinuð þátttaka og reyndar máttu þær ekki heldur horfa á karlana keppa, einungis ungum, ógiftum stúlkum var slíkt heimilt.   Eftir því sem árin liðu fjölgaði keppnisgreinum og leikarnir urðu nk. þjóðarleikar eða leikar þar sem íbúar borgríkjanna reyndu með sér í margvíslegum íþróttum. Helstu greinar voru auk kapphlaups, glíma, hnefaleikar, kringlukast, spjótkast, langstökk, fimmtarþraut og kappakstur fereykisvagna. Þrátt fyrir að borgríkin grísku væru ekki fjölmenn komu allt að 45 þúsund mannst til að fylgjast með og gátu þeir allir verið á sama tíma á ólympíuleikvanginum.   Ólympíuleikar að fornu fóru fram í júlímánuði fjórða hvert ár og stóðu þeir yfir í viku. Ýmsar erjur á milli borgríkja voru lagðar af á þessum tíma og má segja að friðarboðskapur ólympíuhreyfingar nútímans eigi rætur í þeirri staðreynd. Reyndar stóðu leikarnir yfir í tvær vikur til viðbótar, en þær voru einkum notaðar til helgihalds hvers konar. Fólk kom hvaðanæva að úr Grikklandi, einkum framámenn hvers konar og því var kjörið tækifæri til þess að setja niður deilur á slíkum stað, enda voru oft gerðir þar friðarsamningar. Ljóðskáld, hljóðfæraleikarar fjölmenntu, svo og kaupsýslumenn. Ólympíuleikarnir urðu því allt í senn trúarhátíð, markaður og íþróttaleikar.   Fjölmargar sögur eru til af sigurvegurum á Ólympíuleikum og voru Grikkir iðnir við að færa í stílinn eins og þeim er gjarnan tamt. Þeir voru hetjur í heimahéraði og nutu ýmissa fríðinda vegna afreka sinna. Það er ekki að undra því Grikkir lögðu alla tíð mikið uppúr líkamshreysti, sem varð höfðuðdyggð í mörgum borgríkjum og hefur Sparta á miðjum Pelópsskaga verið þar oftast nefnd til sögunnar. En hjá flestum forn Grikkjum var hreysti nauðsynlegur þáttur í uppeldi og daglegu lífi þar sem hún tvinnaðist saman við ýmsa aðra uppeldisþætti í heilsteyptum einstaklingi.   Ólympíuleikarnir fóru fram á fjögurra ára fresti (ein “olympíaða”) í hartnær 1100 ár. Síðustu leikarnir að fornu voru haldnir árið 393 e. Kr., en eftir það voru þeir bannaðir, einkum vegna tengsla þeirra við heiðna trú. Byggingarnar enduðu í niðurníðslu og hof Seifs hrundi loks árið 426. Í kjölfarið fylgdu flóð og jarðskjálftar, sem máðu út flest ummerki eftir þessa merkustu íþróttahátíð fyrr á tímum. En hugsjónir Ólympíuleikanna lifðu og voru síðan endurvaktar í lok 19. aldar.   2000/IH

Ólympíueldurinn
Ólympíueldurinn er eitt þekktasta tákn Ólympíuleikanna. Frá þeirri stundu þegar ólympíueldur er tendraður er mjög nákvæmum helgisiðum fylgt: – Tendrunin: Í minningu uppruna nútíma Ólympíuleika er haldið í hefðir hinna fornu leika, eldurinn er tendraður í bænum Ólympíu í Grikklandi nokkrum mánuðum fyrir opnun Ólympíuleikanna. Einungis má tendra eldinn með geislum sólar. – Kyndillinn: Ný útgáfa af kyndli er gerð fyrir hverja Ólympíuleika og hver hlaupari (kyndilberi) heldur á sínum kyndli, sem hann notar til að tendra kyndilinn hjá þeim hlaupara er tekur við, eldlogin má aldrei slökkna. – Hlaupaleiðin: Kyndilberinn þarf að hlaupa frá Ólympíu til gestgjafaborgar Ólympíuleikanna, eldurinn fer því yfir héruð, landamæri og heimsálfur. För kyndilsins tilkynnir komu Ólympíuleikanna til íbúa þeirra landa sem hann á leið um og kynnir jafnframt nýja menningu og hefðir. Sagan: Upphaf tendrunar elds í borginni Ólympíu (Grikklandi) og boðhlaup kyndilberans voru í aðdraganda Ólympíuleikanna sem haldnir voru í Berlín (Þýskalandi) árið 1936.

Ólympíuhringirnir
Hringirnir fimm tákna heimsálfurnar fimm. Þeir eru fléttaðir saman til að sýna að ólympismi er allsstaðar og þá staðreynd að á meðan á Ólympíuleikum stendur mætast íþróttamenn frá öllum heimshornum. Á fána Ólympíuleikanna birtast hringirnir á hvítum bakgrunni. Sameinaðir á þennan hátt tákna litirnir sex (blár, gulur, svartur, grænn, rauður og hvítur) allar þjóðir heims. Það er því misskilningur að halda það að hver litur samsvari ákveðinni heimsálfu. Pierre de Coubertin, faðir nútíma Ólympíuleika útskýrir merkingu fánans: “Fáni Ólympíuleikanna [...] hefur hvítan bakgrunni með fimm samfléttuðum hringjum í miðjunni: bláum, gulum, svörtum, grænum og rauðum [...]. Þessi hönnun er táknræn, hún táknar fimm heimsálfur heimsins, sameinaðar af anda Ólympíuleikanna, litina sex má finna í öllum fánum heimsins í dag.. “(1931)

Ólympíufáninn
Ólympíufáninn var einnig hugmynd Coubertin. Hann kynnti hringina og fánann í júní árið 1914 á löggjafaþingi Ólympíuleikanna í París. Fyrri heimsstyrjöldin kom í veg fyrir að Ólympíuleikarnir yrðu haldnir í Berlín (Þýskalandi) árið 1916. Það var ekki fyrr en 1920 í Antwerpen (Belgíu) sem fánanum og hringjunum var flaggað fyrst á ólympískum leikvangi.

Sú alþjóðavæðing sem miðluð var af tákni og fána var nýlunda í byrjun 20. aldarinnar. Þjóðernishyggja var mjög ríkjandi og mikil spenna ríkti á milli vissra landa. Það voru hins vegar þessar aðstæður sem skópu sköpun hringjanna og sú von að þeir myndu hvetja til heimssamstöðu.

Skildu eftir svar

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s