Ólympíuþrautin

Hér er þríþraut sem allir geta verið með í.

Keðjulangstökk án atrennu   

Fyrsti liðsmaður stekkur jafnfætis frá startlínunni eins langt og hann getur. Næsti maður stekkur frá þeim stað sem sá fyrsti komst á. Við lending er miðað við þann hluta líkamans er snertir næst upphafsstað, það er hælana ef sá fyrsti kom standandi niður. Þar er lögð ný startlína og liðsmaður númer tvö stekkur upp frá henni. Svona gengur þetta koll af kolli þar til allir hafa stokkið. Að lokum er heildarvegalendin mæld. Stokknar eru tvær umferðir. Betri tilraunin gildir.
Tilraun 1 _________metrar
Tilraun 2 __________metrar

Skutlukast

Skutlunni er kastað á svæði sem mælt hefur verið upp þannig að 20 cm eru á milli lína. Skutla sem lendir á milli lína telst hafa farið hærri töluna. Dæmi skutla lendir á milli 9,3 og 9,4. Kastið er skráð 9,4. Hver keppandi fær tvær tilraunir og sú betri gildir.

Ef skutlur eru ekki til staðar má nota t.d. tennisbolta eða önnur hentug áhöld. Hægt er að hafa lengra á milli lína t.d. hálfan meter eða þá að setja upp keilur með ákveðnu millibili sem gefa ákveðin stig eftir því hversu langt er kastað.

Sex mínútna spilahlaup

Í þessari þraut geta tvö lið keppt í einu. Þau stilla sér upp í tvö mótlæg horn eins og sést á myndinni. Liðsmenn fá afhent spil sem þeir hlaupa með hringinn og skila í ílát á sama stað og þeir hófu hlaupið. Þar geta þeir fengið afhent nýtt spil og hlaupið annan hring. Bæði lið eru ræst á sama tíma. Allir mega hlaupa eins marga hringi og þeir vilja á sex mínútum. Að tímanum loknum eru spilin talin sem hlaupið var með heilan hring.

Fjöldi spila sem fóru heilan hring _____________

Enn betra er að prenta út þetta skjal: OLYMPIUÞRÍÞRAUT ISI_loka

Skildu eftir svar

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s