Ólympíudagurinn – vikan 24 – 28 júní 2013

Ólympíudagurinn lógóAlþjóðlegi ólympíudagurinn
Á hverju ári er haldið upp á Alþjóðlega ólympíudaginn út um allan heim. Þessi viðburður er í tilefni af því að 23. júní árið 1894 var Alþjóða ólympíunefndin stofnuð. Hér á landi hefur þessi dagur verið haldin hátíðlegur undanfarin ár. Þetta er sérstakur dagur og er markmiðið að bjóða fólki að koma saman, hreyfa sig og kynnast gildum ólympíuhreyfingarinnar sem eru; vinátta, virðing og ávallt gera sitt besta.

Ólympíudagurinn er í raun ætlaður öllum óháð íþróttalegri getu. Meginþema í tengslum við daginn eru þrjú – Hreyfa, læra og uppgötva.

 

Þeir sem taka þátt í ólympíudeginum stendur til boða:

  • fá lánaðan afmælisfána ÍSÍ (með ólympíuhringjunum) og geta flaggað í tilefni dagsins.
  • Hægt að nálgast viðurkenningarskjöl á íslensku í gegnum heimasíðu viðburðarins og prentað út fyrir sína þátttakendur
  • Athugað með að fá heimsókn frá íþróttastjörnu úr fimleikum, frjálsum eða sundi. Einnig bendum við þeim félögum sem ætla að taka þátt að nýta þann mannauð af íþróttastjörnum sem félagið býr yfir. Ekki er víst að hægt verði að verða við öllum óskum um heimsóknir úr þeim greinum sem eru tilnefndar hér. Nánari upplýsingar um bókanir íþróttafólks verður á heimasíðunni.
  • Íþróttafélagið sem heldur uppá ólympíudaginn fær viðurkenningarskjal frá ÍSÍ fyrir þátttökuna
  • Aðgangur að Ólympíuþemalaginu og þjóðsöng Íslands á heimasíðunni.
  • Aðgangur að fræðsluefni/upplýsingum um ólympíuleikanna
  • Aðgangur að ólympískum myndböndum
  • Hægt að fá lánaðar tvær færanlegar keilubrautir með keilum og keilukúlu/fyrir 6-10 ára – bókanir hjá alvar@isi.is
  • Einnig verður hægt að fara með hópa í íþróttakynningar í skylmingum, hafnarbolta, bogfimi og mögulega fleiri greinum. Upplýsingar um það verður á heimasíðunni
  • Heimsókn á æfingu kvennalandsliðsins í knattspyrnu sem undir býr sig fyrir Evrópumót kvenna í júlí.

Markmiðið er að hafa gaman og kynna fyrir krökkunum ýmsar íþróttir og ekki síst sjálfa Ólympíuleikana. Ólympíuvikan er einnig vettvangur til þess að veita krökkum tækifæri að kynnast ólympísku gildunum vinátta, virðing og að ávallt gera sitt besta auk þess að kynna sér smá upplýsingar um sjálfa leikana.

By alvar2013

Vel tókst til á Ólympíuviku ÍSÍ

Alþjóðlegi Ólympíudagurinn er haldinn hátíðlegur um allan heim 23. júní, ár hvert. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands tók þetta verkefni aðeins lengra í ár og skipulagði í samstarfi við sambands- og samstarfsaðila sína heila viku af íþróttatengdum viðburðum, Ólympíuviku ÍSÍ. Meðal þess sem í boði var í Ólympíuvikunni var strandblak, skylmingar, bogfimi, frjálsar íþróttir, keila, Knattþrautir KSÍ, Sunddagar SSÍ,  Golfdagur GSÍ og margt fleira.

Mörg Frístundaheimili og íþróttafélög tóku virkan þátt og voru með ólympíuþema í sínu starfi alla vikuna, litlu ólympíuleikarnir voru m.a. haldnir á tveimur stöðum í dag þar sem krakkar prófuðu pokahlaup, minigolf, hóplangstökk og margt annað.  Í vikunni heimsóttu ólympíufarar okkar og afreksíþróttafólk fjölmarga staði við góðan orðstýr. Spurningarnar í þessari viku til afreksíþróttafólks okkar hafa verið margar og skemmtilegar. Eiginhandaráritanir hafa verið skrifaðar og myndir teknar.

Við þökkum öllum sem tóku þátt í vikunni með okkur og bendum á að þrátt fyrir að þessari viku sé lokið þá er alltaf hægt að hreyfa sig og hafa gaman saman, hér á heimasíðunni er hægt að nálgast ýmsar þrautir og fróðleik um Ólympíuleikana.

Ólympíuvika ÍSÍ var sannarlega vettvangur til þess að veita krökkum tækifæri að kynnast ólympísku gildunum og kynnast ólympíuförum okkar.

Tóm gleði og hamingja í ólympíuviku ÍSÍ 2012

Eva og Hrafnhildur í góðum hóp VíkingaÍ dag héldu ólympíufarar okkar Íslendinga áfram að heimsækja sumarnámskeið, þær Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eva Hannesdóttir heimsóttu Víkinga í morgun. Þar fengu þær ýmsar spurningar eins og hvor þeirra væri betri í sundi , hvort þær væru vinkonur og hvenær þær byrjuðu að synda. Margar aðrar spurningar frá Víkingskrökkunum dundu á þeim sem þær stöllur svöruðu vel og örugglega.

Í dag fóru einnig krakkar úr Frístundaheimilinu Hlíðaskjóli og hittu Rögnu Ingólfsdóttur badmintonkonu í TBR húsinu. Haukakrakkar spiluðu keilu á færanlegum keilubrautum sem hafa slegið í gegn í ólympíuvikunni, fleiri prófuðu að skylmast hjá Skylmingarfélagi Reykjavíkur og búið er að skrá nokkra krakka sem prófðu skylmingar í gær á næsta námskeið.  Mikil gleði og kátína í allan dag.

Á morgun heldur gleðin áfram og þar má helst nefna að Frístundaheimilið Kampur í Reykjavík ætlar að halda litla ólympíuleika á Klampratúni sem og krakkarnir í Gufunesi í Grafarholti.  Afreksfólkið okkar fer í fleiri heimsóknir, Einar Daði tugþrautarkappi kíkir í Grafarvoginn, Ragnheiður Ragnarsdóttir og Jakob Jóhann Sveinsson fara í Garðabæinn og heilsa þar upp á Stjörnukrakkana.  Nóg um að vera á morgun eins og hina dagana í ólympíuvikunni.

Miðnæturhlaupið er í kvöld

Í kvöld verður Miðnæturhlaupið haldið í 20. sinn í Laugardalnum. Hlaupið hefur fengið nýjar hlaupaleiðir og nýtt nafn og heitir nú Miðnæturhlaup Suzuki. Í boði verða þrjár vegalengdir sem ræstar verða í sitthvoru lagi.

Dagskrá Miðnæturhlaups Suzuki 21. júní:
•21:20 – Hálfmaraþon (21,1 km) ræst – ný vegalengd
•21:20 – Upphitun hefst fyrir framan Skautahöllina í Laugardal
•21:50 – 5 kílómetra hlaup ræst
•22:00 – 10 kílómetra hlaup ræst

Allar upplýsingar um hlaupið er hægt að nálgast á heimasíðu hlaupsins.

Íþróttadagurinn mikli í dag

Í dag voru margir sem prófuðu margar íþróttagreinar í ólympíuvikunni. Bogfimi í Baldurshaganum, Knattþrautir á Þróttaravellinum, keila, heimsóknir frá Ásdísi Hjálms og Óðni kúluvarpara og ýmislegt annað var í boði. Myndir frá deginum koma hér á síðuna fyrr en síðar. Frábær dagur sem endaði með golfdegi á flestum golfvöllum á landinu þar sem hægt var að slá úr fötu frítt.